Óhætt er að segja að eigendur samlokustaðarins Snarf's Sub Shop í Chicago séu ekki meðal vinsælustu borgarbúa þessa dagana. Öllum tuttugu starfsmönnum staðarins var sagt upp á sunnudag, tveimur dögum fyrir jól, og var það gert með því að senda þeim tölvupóst.

Samkvæmt frétt Chicago Sun-Times segja eigendurnir að harðnandi samkeppni og minnkandi sala hafi sett þá í þessa stöðu, en breyta á staðnum í hamborgarabúllu.

Athygli vekur að uppsagnirnar koma aðeins nokkrum vikum eftir að starfsmenn Snarf's tóku þátt í kröfugöngu fyrir hærri launum, en eigendur fyrirtækisins segja uppsagnirnar ekki tengjast því á nokkurn hátt.