*

laugardagur, 29. janúar 2022
Fólk 6. júní 2019 17:00

SAHARA ræður til sín fjóra starfsmenn

Stafræna auglýsingastofan SAHARA hefur ráðið til sín fjóra starfsmenn en hópurinn telur í dag um 30 manns sem skiptast niður á framleiðslu- og samfélagsmiðladeild.

Ritstjórn

Stafræna auglýsingastofan SAHARA hefur ráðið til sín fjóra starfsmenn en hópurinn telur í dag um 30 manns sem skiptast niður á framleiðslu- og samfélagsmiðladeild. SAHARA hefur verið í örum vexti frá því að framleiðslufyrirtækið Silent og samfélagsmiðlafyrirtækið SAHARA sameinuðust í janúar 2018. Liður í því hefur verið að byggja upp hóp starfsmanna með fjölbreytta menntun og reynslu úr atvinnulífinu til að þjónusta sístækkandi viðskiptavinahóp betur og skapa vinnuumhverfi sem ýtir enn frekar undir skapandi hugsun og almenna ánægju sem gerir okkar fólki kleift að blómstra segir Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri SAHARA.

Ágústa Fanney Snorradóttir hefur verið ráðin í stöðu framleiðanda en hún er menntuð í bæði kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu úr skólanum COC í Los Angeles. Ágústa hefur starfað bæði hérlendis sem og í Bandaríkjunum hjá fyrirtækjum á borð við Warner Brothers Studios og á sjónvarpsstöðinni SCVTV í Kaliforníu. Síðastliðin átta ár hefur hún unnið með AHC samtökunum um allan heim með því að framleiða efni sem flýtir rannsóknum á sjaldgæfun sjúkdómi auk þess að gera heimildarmyndina Human Timebombs sem var frumsýnd árið 2015 og hefur unnið fjölda verðlauna. Þess utan hefur Ágústa starfað við hin ýmsu verkefni sem bæði tökumaður og klippari hérlendis sem og í Bandaríkjunum og flutti fyrr á þessu ári aftur til Íslands með konunni sinni og tveimur dætrum. 

Ásta Sigríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu samfélagsmiðlafulltrúa en hún hefur starfað við markaðsmál sl. fjögur ár, m.a. hjá bílaumboðinu Heklu, Árvakri og 66°Norður. Ásta er útskrifuð með BA próf í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. 

Elva Hrönn Hjartardóttir hefur verið ráðin í stöðu samfélagsmiðlafulltrúa en hún lauk nýverið BA prófi í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Elva Hrönn hefur starfað sem flugþjónn hjá Icelandair og hjá Actavis Group við málefni tengd markaðsleyfum. Fyrir utan vinnu er Elva atkvæðamikil í félagsstörfum og situr í framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna.

Sigurður Már Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu samfélagsmiðlafulltrúa en hann mun útskrifast með BA í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu í júní. Sigurður Már hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur unnið við markaðssetningu fyrir Perform en lengst af hjá Vodafone.