Verslunarkeðjan Sainsbury´s mun eignast hlut í lágvöruverslununum Aldi og Lidl þegar Sainsbury´s hefur samstarf við dönsku verslunarkeðjuna Netto.

Samkvæmt samkomulaginu munu 15 nýjar Netto verslanir verða opnaðar fyrir árslok 2015. Netto og Sainsbury munu fjárfesta fyrir 12,5 milljónir punda í tengslum við samstarfið. Fyrsta verslunin mun opna í Englandi síðar á þessu ári.

Rekstur Sainsbury´s hefur ekki gengið vel að undanförnu. Sala hefur minnkað undanfarna tvo ársfjórðunga.

BBC greindi frá.