Forstjóri Boeing, Dannis Muilenburg, mætti í dag fyrir viðskiptanefnd öldungadeildarinnar bandaríska þingsins þar sem hann og fyrirtækið sættu harðri gagnrýni. BBC greinir frá þessu og segir þingmennina hafa sakað Boeing um að setja hagnað ofar öryggi við framleiðslu 737-MAX flugvélarinnar.

Þingnefndin sagði einnig að rannsókn á félaginu hefði leitt í ljós að félagið hafi vits vitandi hylmt yfir upplýsingar þegar það sótt um leyfi til að hefja framleiðslu á 737 Max vélinni.

Öldungadeildarþingmennirnir gagnrýndu einnig leyfisveitinguna sjálfa og sögðu samband flugvélaframleiðandans við flugmálayfirvöld vera of kumpánalegt (e. cosiness).

Muilenburg sagði að frá því að Max vélarnar hafi verið kyrrsettar snemma síðasta vor hafi félagið lagað hugbúnaðinn sem talið sé að hafi átt stóran þátt í flugslysunum tveimur og yfirfært alla öryggisferla félagsins. Þingnefndin sagði endurteknar tafir við staðfestingu á þessum þáttum varpi efasemdum um það hafi verið gert.