*

laugardagur, 6. júní 2020
Erlent 8. janúar 2020 12:31

Saka Nissan um hlutdræga rannsókn

Lögmenn Carlos Ghosn segja að rannsókn Nissan á stjórnunarháttum Ghosn hafi verið hlutdræg.

Ritstjórn
Carlos Ghosn.
european pressphoto agency

Lögmenn fyrrum Nissan forstjórans, Carlos Ghosn, hafa sakað Nissan um að rannsókn félagsins á stjórnunarháttum Ghosn hafi verið hlutdræg. Segja þeir að aðgerðir fyrirtækisins, sem leiddu til handtöku Ghosn, hafi haft það eina markmið að „steypa Carlos Ghosn af stalli.“ BBC greinir frá þessu. 

Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá flúði Ghosn úr stofufangelsi í Japan yfir til Líbanon, en flótti hans er sagður hafa verið skrautlegur. Síðar í dag hyggst Ghosn halda blaðamannafund í Líbanon þar sem ætla má að hann greini frá ástæðu þess að hann ákvað að flýja frá Japan. 

Nissan hefur ekki enn tjáð sig um þessar ásakanir lögmanna Ghosn.  

Stikkorð: Nissan Carlos Ghosn