Ráðamenn í Suður Kóreu saka bílaframleiðandann Nissan um að hafa komið fyrir búnaði til þess að villa fyrir um á útblástursprófunum við framleiðslu á bílnum Nissan Quashqai sem framleiddur er í verksmiðju fyrirtæksins í Sunderland í Bretlandi.

Stjónvöld í Suður Kóreu hafa jafnframt sent frá sér tilkynningu þess efnis að þau hyggist sekta japanska fyrirtækið um 330 milljón vonn fyrir að falsa prófanirnar. Í kjölfarið munu yfirvöld innkalla bifreiðarnar og hyggjast gefa út ákærur á hendur yfirmönnum Nissan í landinu.

Þetta er í fyrsta skipti sem Nissan hefur verið sakað um slíkt misferli en fyrirtækið neitar ásökunum.

Um er að ræða annan bílaframleiðandann sem hefur verið sakaður um slík svik en í september viðurkenndu forsvarsmenn Volkswagen að hafa svindlað á sambærilegum útblástursprófunum. Í síðasta mánuði viðurkenndi japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi Motors svo að fyrirtækið hefði falsað niðurstöður eldsneytisprófanna áratugum saman.