Bandarísk yfirvöld hafa nú opinberlega sakað Rússa um tölvuárásir. Þetta kemur fram á fréttavef CNBC. Bandaríkjamenn segja árásirnar markvissar og hafa þann ásetning að hafa áhrif á forsetakosningar vestanhafs.

Í opinberri og sameiginlegri yfirlýsingu helstu varnamálastofnanna Bandaríkjanna, kemur fram að árásirnar séu svipaðar öðrum tölvuárásum frá Rússum.

Tölvuþrjótarnir munu þó að öllum líkindum ekki ná að hafa áhrif á úrslit kosninga, en víst er að árásirnar geri samskipti landanna enn stirðari en þau eru.

Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, sagði í nýlegum kappræðum, að ekki væri víst hver stæði á bak við tölvuárásirnar. Hann taldi það alveg eins geta verið offitusjúkling í heimahúsi.