Póst- og fjarskiptastofnun hefur úrskurðað að Símanum sé bannað að sitja eitt að tímavél Skjás Eins. Stofnunin hefur úrskurðað að ákvæði í fjölmiðlalögum, sem bannar fjölmiðlaveitu að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki, nái einnig til ólínulegrar myndmiðlunar.

Málið varðar deilur milli Vodafone og Símans um aðgang að ólínulegri dagskrá Skjás Eins, sem er í eigu Símans. Vodafone taldi sig hafa leyfi til að miðla þeirri dagskrá en Síminn tók fyrir það. Vodafone fór fram á að PFS myndi beita sér fyrir því að Síminn hætti að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.

Málið fór meðal annars til kasta Fjölmiðlanefndar, en í úrskurði PFS segir að í máli Símans um vinnulag nefndarinnar hafi komið fram „órökstuddar dylgjur" í garð hennar. PFS mun taka málið til frekari skoðunar og leggja mat á hvort Síminn hafi brotið gegn fjölmiðlalögum með háttsemi sinni.