Samtök sunnlenskra sveitarfélaga beita ferðaþjónustuaðila ofbeldi að því er Félag hópferðaleyfishafa heldur fram í bréfi til Samgönguráðherra.

Að því er Fréttablaðið greinir frá hafa sveitarfélögin krafið Samgöngustofu um að svipta nokkur hópferðafyrirtæki rekstrarleyfi því þau hafa akið með ferðamenn í útsýnisferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar.

Landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu hafa hins vegar fengið frá Vegagerðinni einkarétt til að skipuleggja og sjá um reglubundna farþegaflutninga á sínu svæði. Telja sveitarfélögin ferðir hópbifreiða einkaaðila brjóta í bági við þetta einkaleyfi en Félag hópferðaleyfishafa óska eftir liðsinni ráðherra.

„Um er að ræða fyrirtæki sem sinna mikilvægu þjóðfélagslegu hlutverki við að afla gjaldeyris og skapa um leið atvinnu fyrir fjölda manns við ferðaþjónustu á Suðurlandi,“ segir meðal annars í bréfinu.

„Ekki er við umrædd fyrirtæki að sakast vegna slaks gengis Strætó bs. á Suðurlandi og rekstrarvandi þeirra áætlunarflutninga verður ekki leystur með ofbeldi í garð ferðaþjónustufyrirtækja.“