*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 10. september 2018 10:23

Saka sveitarfélög um ofbeldi

Einkafyrirtæki óska eftir aðstoð ráðherra gegn sunnlenskum sveitarfélögum sem vilja útiloka þau frá hópferðum fyrir ferðamenn.

Ritstjórn
Margir ferðamenn hafa áhuga á að kynnast náttúrufegurðinni í Þórsmörk.
Haraldur Guðjónsson

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga beita ferðaþjónustuaðila ofbeldi að því er Félag hópferðaleyfishafa heldur fram í bréfi til Samgönguráðherra.

Að því er Fréttablaðið greinir frá hafa sveitarfélögin krafið Samgöngustofu um að svipta nokkur hópferðafyrirtæki rekstrarleyfi því þau hafa akið með ferðamenn í útsýnisferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar.

Landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu hafa hins vegar fengið frá Vegagerðinni einkarétt til að skipuleggja og sjá um reglubundna farþegaflutninga á sínu svæði. Telja sveitarfélögin ferðir hópbifreiða einkaaðila brjóta í bági við þetta einkaleyfi en Félag hópferðaleyfishafa óska eftir liðsinni ráðherra.

„Um er að ræða fyrirtæki sem sinna mikilvægu þjóðfélagslegu hlutverki við að afla gjaldeyris og skapa um leið atvinnu fyrir fjölda manns við ferðaþjónustu á Suðurlandi,“ segir meðal annars í bréfinu.

„Ekki er við umrædd fyrirtæki að sakast vegna slaks gengis Strætó bs. á Suðurlandi og rekstrarvandi þeirra áætlunarflutninga verður ekki leystur með ofbeldi í garð ferðaþjónustufyrirtækja.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is