Sakamálum sem koma til kasta héraðsdómstólanna fækkaði um helming milli áranna 2011 og 2014. Ný sakamál fyrir héraðsdómstólunum voru 5.122 árið 2011 en 2.597 á síðasta ári. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu .

Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan fyrir fækkun sakamála helst aukið eftirlit með síbrotamönnum. Þeir fái nú meira svigrúm en áður og mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn þeim síðustu sex ár.

„Almennum hegningarlagabrotum hefur fækkað talsvert og í sumum flokkum alveg upp í þrjátíu prósent,“ segir Jón.

Þá bendir hann á að brotastarfsemi á borð við viðskipti með ólöglegan varning, fjársvikamál og kynferðsbrotamál hafi í auknum mæli færst á veraldarvefinn, sem geti átt þátt í a skýra hvers vegna sakamálum hafi fækkað. Slík brot kalli á breytt verklag hjá lögreglu þar sem hún þurfi að koma sér upp þekkingu og færni.