*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 11. október 2016 10:53

Sakar bæjarráð um spillingu

Sigurður Guðmundsson sakar bæjarráð Akureyrar um dómgreindaleysi og spillingu vegna sölu á hlut í Tækifæri til KEA.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi A-listans í bæjarstjórn Akureyrar, sakar bæjarráð Akureyrar um dómgreindarleysi og spillingu vegna lokaðs útboðs á 16,3% hlut bæjarins í fjárfestingarfélaginu Tækifæri hf.

Þetta kemur fram í frétt DV en hluturinn var seldur til fjárfestingarfélagsins KEA svf. fyrr á þessu ári.

Bókfært virði og hagnaður mun hærri

Sigurður gagnrýndi ákvörðunina í facebook pistli þar sem hann sagði að bókfært virði hlutarins væri 144 milljónir króna og að á árinu 2015 hefði hagnaður fyrirtækisins numið 384 milljónum króna. 

Verðmætasta eign félagsins er 41% hlutur í Baðfélagi Mývatnssveitar, sem rekur Jarðböðin, en þau vöru rekin með 238 milljón króna hagnaði í fyrra.

Oddvitar B, S og L lista á Akureyri höfnuðu ásökunum Sigurðar í yfirlýsingu, en málið verður tekið fyrir í bæjarráði á fimmtudag. Óskað hefur verið eftir því að endurskoðandi bæjarins fari yfir málið.