Yfirmaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sakar leyniþjónustuna, CIA, um að hafa brotist inn í tölvur starfsfólks þingsins. Dianne Feinsten öldungadeildarþingmaður segir að slíkar ásakanir grafi undan ákvæði í stjórnarskrá Badnaríkjanna um upplýst ríkisvald.

Innra eftirlit CIA mun rannsaka hvort ásakanir þingmannsins eiga við rök að styðjast. „Ég tek þessu ekki af léttúð,“ sagði Feinstein í dag. Hún bætti því við að CIA hefði hugsanlega brotið alríkislög með hegðun sinni.

Leyniþjónustan er sökuð um að ahfa fjarlægt gögn úr tölvum sem leyniþjónustunefndin notar.