Veltufé frá rekstri borgarsjóðs minnkar á milli ára, þrátt fyrir að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 sýni þriggja milljarða afgang af rekstri en halli hafi verið á rekstri Reykjavíkurborgar árið á undan.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að ástæðurnar séu meðal annars þær að öllu jöfnu hafi lífeyrisskuldbindingar verið gjaldfærðar upp á 2,6 til 2,9 milljarða á ári. „Það bregður svo við á síðasta ári að þetta eru bara 159 milljónir en ekki 2,6 milljarðar eða 2,9 milljarðar,“ segir Halldór og furðar sig á þessu. Hann gagnrýnir einnig að ákveðið hafi verið að endurmeta eignir Félagsbústaða og hækka matið á þeim um 1,8 milljarða og færa það til tekna.

„Það er svona ákveðin fegrun þarna í gangi. Það er alveg klárt mál,“ segir Halldór.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .