Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, er ?ekki til þess bær að sækja fyrir dómi þá átta ákæruliði í málinu sem hæstiréttur vísaði heim í hérað." Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins (RÚV) í morgun.

Dómsmálaráðherra skipaði Sigurð Tómas sérstakan ríkissaksóknara í Baugsmálinu. Í frétt RÚV segir að Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, hafi áður lýst sig vanhæfan og fyrir héraðsdómi í morgun lá fyrir að úrskurða hvort að Sigurður Tómas væri bær til að fjalla um ákæruliðin átta. Telur dómurinn svo ekki vera.

Vegna þess að Sigurður sækir ekki málið telur héraðsdómur ekki ástæðu til að fjalla um hæfi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, til að skipa saksóknara í málinu.