Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, hefur embættið óskað eftir gögnum, aðallega frá Fjármálaeftirlitinu. Um leið hefur embættið tekið við nokkrum tugum ábendinga síðan það hóf starfsemi í byrjun mánaðarins.

"Síðan erum við að fara yfir ákveðna þætti sem hafa verið í umfjöllun og ábendingar sem koma í gegnum heimasíðuna. Við getum því ekki úttalað okkur um einstök mál," sagði Óskar.