Í júní komst réttur í Kína að þeirri skoðun að rithöfundurinn Hong Zhenkuai væri sekur um meiðyrði fyrir að draga í efa hluta úr sögunni um hetjurnar fimm frá Langya fjalli sem öllum skólabörnum í Kína eru kenndar.

Sagan hefur verið notuð sem dæmisögu um föðurlandsást og sjálfsfórn og rithöfundurinn hafi með skrifum sínum skemmt „hetjulega ímynd og andlegt gildi,“ hermannanna.

Sagnfræðilegur níhilismi dregur úr áhrifum flokksins

Er Hong einn af mörgum rithöfundum, fræðimönnum og bloggurum sem hafa orðið fyrir barðinu á síharðndandi aðgerðum kínverska stjórnvalda sem fjölmiðlar og fræðimenn hallir undir stjórnarflokkinn í Kína kalla efasemdaráhrif frá vesturlöndum, eða „sagnfræðilegan níhilisma“ sem hafi það að markmiði að grafa undan áhrifum flokksins til framfara í landinu.

Þetta átak kemur ofan á almennar takmarkanir á stjórnmálaumræðu sem hafa verið að harðna undir stjórn núverandi forseta Xi Jinping. Í síðasta mánuði voru helstu ritstjórar á hinu virta tímariti Yahnhuang Chunqiu reknir, en tímaritið sem einbeitir sér að sagnfræðilegum málefnum hefur verið álitið umbótasinnað blað.

Forsetinn ver arfleifð Mao Zedong

Hong Zhenkuai vann áður fyrir blaðið. Xi forseti hefur hafnað vestrænum hugmyndum og varið arfleifð Mao Zedong og barist fyrir að snúið sé á ný til gamalla kínverska gilda.

Jafnframt hafa stjórnvöld lokað tugum umræðuhópa á samfélagsmiðlum um sagnfræðileg málefni undir þeim forsendum að verið væri að dreifa „óheilbrigðum upplýsingum.“

Ekki sagður hafa nægar sannanir fyrir efasemdum

Tveir aðrir rithöfundar í viðbót hafa verið ákærðir, annar þeirra fyrir að hafa grínast á netinu um kínverskan hermann sem lést í Kóreustríðinu. Hinn fyrir að hafa dregið í efa sögu um hvernig einn herforingi á fjórða áratug síðustu aldar tókst með hjálp 700 bænda frá Manchúríu að slátra herdeild 3.500 japanskra hermanna.

Svæðisdómur í Beijing sagði að Hong hefði ekki nægar sannanir fyrir efasemdum sínum og skipaði honum að biðjast afsökunar í fjölmiðlum og á netinu.

Hong hyggst áfrýja dómnum og segir hann að dómnum hafi ekki tekist að sýna fram á neinar staðreyndavillur í málflutningi sínum. Til að undirstrika mál sitt fór hann einnig á staðinn þar sem hetjurnar fimm í sögunni sem hann skrifaði um eiga að hafa stokkið fram af bjargbrún.

Ögraði stjórnvöldum með því að mæta á staðinn

Samkvæmt sögunni gerðu þeir það eftir að hafa drepið marga óvinahermenn, og tveir þeirra hafi lifað fallið af. Lét hann taka þar mynd af sjálfum sér og aðstæðunum til að sýna dómnum.

Í viðtali sagðist hann ekki búast við að vinna málið, en hann vildi samt halda því til streitu til að hafa það á skrá.