*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 22. febrúar 2017 09:30

Sala á 50% hluta í Arion á lokametrunum

Kaupþing vinnur nú að því að selja allt að 50 prósenta hlut í Arion banka í lokuðu útboði til bandarískra fjárfestingarsjóða og hóps íslenskra lífeyrissjóða.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kaupþing vinnur nú að því að selja allt að 50 prósenta hlut í Arion banka í lokuðu útboði til bandarískra fjárfestingarsjóða og hóps íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.

Kaupverðið á Arion banka mun nema á bilinu 70 til 90 milljörðum íslenskra króna. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við bókfært fé bankans. Gert er ráð fyrir því að viðskiptin verði kláruð á allra næstu vikum samkvæmt heimildum Markaðarins.

Að sögn Markaðarins eru kaupsamningarnir við bandarísku sjóðina langt. Gert er ráð fyrir að fjórir fjárfestingarsjóðir kaupi allt að 25 prósenta hlut í bankanum. Tveir sjóðanna Taonic Capital og Och-Ziff Capital eru einnig á meðal kröfuhafa Kaupþings. Samkvæmt heimildum heimildum Markaðarins myndi Taoconic Capital vera með stærsta einstaka hlutinn á meðal sjóðanna.

Kröfuhafar Kaupþings eru einungis óbeint eigendur að Arion banka í gegnum 87 prósenta eignarhlut sem Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, sér um. En ef að verður úr kaupunum verða sjóðir eins og Taconic Capital á meðal hluthafa Arion banka. Fyrir utan Kaupþing þá á íslenska ríkin 13 prósenta hlut í bankanum. Nú bíða sjóðirnir eftir samþykki SÍ um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál, vegna útgáfu afleiðusamninga til að verja sig gegn gengisþróun krónunnar í tengslum við fjárfestinguna.

Kröfuhafar Kaupþings eru einungis óbeint eigendur að Arion banka í gegnum 87 prósenta eignarhlut sem Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, sér um. En ef að verður úr kaupunum verða sjóðir eins og Taconic Capital á meðal hluthafa Arion banka. Fyrir utan Kaupþing þá á íslenska ríkin 13 prósenta hlut í bankanum. Nú bíða sjóðirnir eftir samþykki SÍ um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál, vegna útgáfu afleiðusamninga til að verja sig gegn gengisþróun krónunnar í tengslum við fjárfestinguna.

Kaupþing vildi ekki tjá sig um málið við Markaðinn.