Samkvæmt frétt á fréttaveitunni Bloomberg hefur Actavis hætt við áform sín um sölu á fyrirtækinu. Samkvæmt frétt Bloomberg verður þess freistað að reyna að hefja sölu aftur næsta haust. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er áfram ætlunin að selja einstakar einingar félagsins.

Samkvæmt frétt Bloomberg var verðmiðin ekki til að draga kaupendur að en rætt var um að félagið væri fallt fyrir 5 milljarða evra. Það mun einnig hafa skapað óróleika hjá hugsanlegum kaupendum að tekjur af starfsemi félagsins í Austur-Evrópu hafa minnkað auk þess sem framleiðslustöðvun í Bandaríkjunum kom sér illa. Bloomberg heldur því fram að 5 milljarða evra þurfi til svo að Björgólfur Thor Björgólfsson geti komist skaðlaus frá yfirtökunni fyrir tveimur árum.

Teva Pharmaceutical Industries Ltd. , Sanofi- Aventis SA and Watson Pharmaceuticals Inc., voru nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Það er Merrill Lynch & Co. sem aðstoðar Actavis við söluna en upphaflega gerðu menn sér væntingar um að fá 6 milljarða evra fyrir félagið.

"Actavis er gott félag," hefur Bloomberg eftir Leslie Iltgen greinanda hjá Bankhaus Lampe KG í Frankfurt sem bætti því við að helsta hindrun væru hinar miklu skuldir félagsins. EBITDA-hagnaður félagsins nam 450 milljónum evra á síðasta ári og er gert ráð fyrir að hann verði um 600 milljónir evra á þessu ári.