Þjóðarréttur Breta, fish & chips eða fiskur og franskar, á ennþá miklum vinsældum að fagna þar í landi þrátt fyrir stóraukna fjölbreytni í mataræði og aukið vöruúrval á síðustu árum og áratugum.

Staðreyndin er sú að nú þegar almenningur hefur minna fé á milli handanna vegna samdráttar í efnahagslífinu eykst sala á fish & chips.

Samkvæmt tölum frá Seafish, opinberri stofnun í Bretlandi sem annast kynningu á sjávarafurðum, jókst sala á fish & chips á fyrsta ársfjórðungi 2008 og er það í fyrsta sinn í fimm ár sem slíkt gerist, að því er fram kemur á sjávarútvegsvefnum FISHupdate.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .