Hlutafjárútboð Kaupþings banka til erlendra fjárfesta gengur vel og er á áætlun, sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær.

Kaupþing banki hefur ákveðið að auka hlutafé um 10% eða um rúmlega 55 milljarða til að styðja við áframhaldandi vöxt bankans og breikka fjárfestahóp hans

?Útboðið gengur vel. Við höfum verið í Evrópu og Bandaríkjunum og munum halda áfram í næstu viku,? sagði Sigurður.

Sigurður sagði einnig að bankinn hefði bent danska götublaðinu Ekstra Bladet á mistök í umfjöllun sinni um Kaupþing banka, en blaðið hefur bendlað bankann við skattamisferli. Lögmaður Kaupþings banka hefur komið áleiðis ábendingum til Ekstra-blaðsins.