Sala á kjöti í júlí var 9,1% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mestu munar um 21,3% aukningu á sölu kindakjöts. Sala nautgripakjöts jókst um 17% í mánuðinum milli ára og sala hrossakjöts um 58,4%.

Kjötframleiðsla í júlí var 1.557 tonn, sem er álíka magn og framleitt var í mánuðinum 2007. Framleiðsla á nautakjöti jókst um 15,1% en framleiðsla á öðrum kjöttegundum dróst saman.

Innflutningur á kjöti á fyrstu sex mánuðum ársins var tæplega 779 tonn. Mest hefur verið flutt inn af alifuglakjöti, 328 tonn.