Sala á Mercedes Benz jókst um 15,3% árið 2010 miðað við árið á undan.  Síðasti ársfjórðungur ársins var sá besti í sögu félagsins.

Sala á Benz bifreiðum rúmlega tvöfaldaðist í Kína, en 112% aukning varð á þessum ört stækkandi markaði. Í Bandaríkjunum varð söluaukningin 14%, í Rússlandi 64%, Brasilíu 46%, Suður Kóreu 86% og Taiwan 49%.

Evrópski markaðurinn stór

Alls seldust 556.800 Benz bifreiðar í Evrópu í fyrra.  Salan í Evrópu, utan Þýskalands, jókst um 1%.  Bílasala drógst almenn saman í Þýskalandi. Mercedes Benz jók markaðshlutdeild sína í 9,6% þrátt fyrir að salan hafi minnkaði um 0,2%.

Alls voru framleiddir 1.167.700 Mercedes Benz bifreiðar í verksmiðjum bílarisans um allan heim árið 2010.