Sala á dýrum varningi líkt og úrum og skartgripum gæti aukist á þessu ári og búist er við að salan verði sú mesta síðan árið 2007, að því er segir í frétt Bloomberg fréttastofunnar.

Það er einkum aukin eftirspurn í Kína og aukin sala í Bandaríkjunum sem glæða markað munaðarvara af þessu tagi. Talið er að salan á þessu ári muni nema um 170 milljörðum evra. Mest aukning er í sölu leðurvarning, eða um 20% frá fyrra ári.

Sala á munaðarvörum dróst saman um 8% á síðasta ári sem er mesti samdráttur síðan árið 1995. Árið 2007 var var metár en þá seldist lúxus-varningur fyrir um 170 milljarða evra. Salan á þessu ári hefur aukist um 9-11%.