Sala á notuðu húsnæði féll í marsmánuði í Bandaríkjunum, eftir að salan hafði óvænt aukist í febrúar. Samtals nam salan 4,93 milljónum eigna á ársgrundvelli í mars, sem er 2% lækkun á milli mánaða.

Salan í mars var jafnframt 19% minni heldur en í sama mánuði í fyrra, sem var í samræmi við meðalspá greinenda á Wall Street.

Miðgildisverð á notuðu húsnæði stóð í 200.700 Bandaríkjadölum í síðasta mánuði, sem er um fimm þúsund dölum hærra heldur en í mánuðinum þar á undan.

Hins vegar hefur miðgildisverðið á notuðu húsnæði fallið um 7,7% frá því á sama tíma árið 2007, þegar það mældist 217.400 dalir.