Sala á nýju húsnæði í Bandaríkjunum minnkaði um 8,5% í mars miðað við febrúar og hefur ekki verið minni síðan 1991. Meðalverð húsnæðis hefur lækkað um 13,3% frá því í mars 2007.

Sala minnkaði í öllum landshlutum, en mest þó í norðaustur-hluta Bandaríkjanna, þar sem sala minnkaði um 19,4%. Einnig minnkaði sala á varanlegum neysluvörum, t.d. ísskápum og þvottavélum, um 0,3% í mars. Hún hefur því minnkað 3 mánuði í röð, sem hefur ekki grest síðan 2001.