Hugsanlega getur fyrirhuguð sala á Deutsche Postbank ekki gengið sem skyldi. Ástæður þess eru sagðar þær að kaupendur eru ekki tilbúnir að greiða jafnhátt verð væntingar seljenda standa til.

Deutche Post, sem á rúmlega helming í bankanum væntir þess að fá meira en tíu milljarða evra fyrir bankann en hingað til hafa óformleg tilboð verið á milli átta og níu milljarða evra.

Fréttaveita Reuters greinir frá þessu.

Þýska ríkið á um 30 prósent í Deutsche Postbank. Bankinn er einn sá stærsti í Þýskalandi með um 15 milljón viðskiptavini.

Deutsche bank, Commerzbank og Allianz hafa lýst áhuga á Postbank. Einnig hafa erlendir bankar lýst áhuga á kaupum á bankanum, samkvæmt heimildum Reuters eru það: Santander bankinn spænski, Lloyds á Bretlandi og ING frá Hollandi.