Á síðasta ári minnkaði fjöldi seldra sumarleyfishúsa í Bandaríkjunum um tæplega þriðjung, eða 31%. Samtök fasteignasala sögðu jafnframt frá því að fasteignafjárfestingar til endursölu hafi dregist saman um 18%.

Árið 2006 seldust 1,07 milljónir sumarleyfishúsa í Bandaríkjunum, en sá fjöldi minnkaði í 740,000 á síðasta ári. Eignar keyptar af fjárfestum til endursölu minnkuðu úr 1,35 milljónum í 1,65 milljónir milli ára.

Sú kynslóð í Bandaríkjunum sem fædd er á árabilinu 1946 til 1964 og telur 76 milljónir, og er jafnan nefnd "Baby Boomers", er nú talin á því aldurbili sem er talið líklegt til að kaupa sumarleyfishús. Yfirhagfræðingur Samtaka fasteignasala vestanhafs segir þann hóp sitja á sér um þessar mundir, enda nokkur óvissa á bandarískum húsnæðismarkaði.