Sala á tveimur stærstu tónlistarmörkuðum heims, Bandaríkjunum og Japan, hélt áfram að dragast áfram á fyrsta fjórðungi ársins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins dróst sala á tónlist í Bandaríkjunum saman um 12,5%. Sala á geisladiskum dróst þá saman um 21,5% á tímabilinu, en þetta kemur fram í gögnum Nielsen Soundscan. Sala á tónlist í Japan dróst saman um 4% á tímabilinu og nam 36,7 milljörðum króna. Þessar tölur hafa þó ekki verið staðfestar.