Sala áfengis fyrstu 9 mánuði ársins nánast óbreytt í magni á milli ára en salan í september dróst saman um 2,7%.

Þetta kemur fram á vef Vínbúðarinnar. Þar segir að það sem af er árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman um 1,7% í magni á milli ára, sala á hvítvíni hefur aftur á móti aukist um 6,4%.

Sala á lagerbjór jókst á milli ára um 1,5% en dregið hefur úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka á árinu.

Sala í september er 2,7% minni í magni á milli ára.

Sjá nánar á vef Vínbúðarinar.