Í september 2011 var 66 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 40 utan þess samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Þetta er 40% aukning frá sama tíma í fyrra en þá var 47 samningum þinglýst.

Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 4802 milljónir króna en 803 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 28 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma voru 23 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 12 utan þess.

Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 544 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 471 milljón króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 262 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 105 milljónir króna. Af þessum samningum voru 7 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.