Sala nýbyggðra íbúða jókst í september í Bandaríkjunum. Nýbyggingar hafa ekki verið ódýrari í 4 ár, en seljendur lækkuðu verðin mikið til að losa sig við eignirnar vegna fjármálakreppunnar.

Sala nýbyggðra húsa á ársgrundvelli jókst um 2,7% frá því í ágúst.

Reiknað er með að verð muni lækka áfram, einkum vegna þess að byggingaraðilar óttast að sitja uppi með óseldar eignir.

Meðalverð seldra eigna í september var 218.400 Bandaríkjadalir og hefur ekki verið lægra síðan í september 2004, en þá var það 211.600 dalir.

Reuters greindi frá þessu.