Tvær af stærstu smásölukeðjum Bandaríkjanna, húsgagnaverslunin JC Penney og fataverslunin Abercrombie & Fitch, hafa tilkynnt um minnkandi sölu.

Sala beggja smásölurisanna dróst saman um 4% á tímabilinu maí-ágúst.

Á meðan jókst sala fataverslunarkeðjunnar H&M um 3% í júlí. Greiningaraðilar þakka góðu gengi H&M að þar eru seld ódýrari föt og því fari neytendur þangað í auknum mæli þegar kaupmáttur þeirra rýrnar.

Hagnaður JC Penney dróst saman um 36% á öðrum ársfjórðungi.

Þetta kemur fram í frétt BBC.