Eðalvagnaframleiðandinn Bentley hefur tilkynnt að sala fyrirtækisins hafi aukist um 37% á síðasta ári og að salan sé komin í það sama og hún var fyrir alþjóðlegt hrun.

Alls seldust 7.003 bílar á síðasta ári og er verð þeirra frá 133 þúsundum punda.

Bandaríkin halda áfram að vera sterkasta markaðssvæði Bentley en þar seldust rúmlega 2.000 eðalvagnar í fyrra sem er 32% aukning frá árinu áður. Kína er annað stærsta markaðssvæðið fyrir Bentley en þar seldust rúmlega 1.800 Bentley sem var meira en árið áður sem var metár.

Sala á Bentley í desember jóskt um 69% milli ára en þá voru fyrstu afhendingarnar á nýrri Continental GTC týpu.