Þýski bílaframleiðandinn BMW tilkynnti í gær að vaxandi eftirspurn hefði gert það að verkum að sala á bílum félagsins hefði aukist um 9,2% í fyrra. Fyrirtækið seldi samtals 1,5 milljónir bíla á liðnu ári, ef marka má frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Gengi bréfa í BMW lækkuðu hins vegar um 1,05% á markaði í gær. Hlutabréf BMW féllu mest í verði meðal evrópskra bílaframleiðenda á liðnu ári.