Sala bóka er svipuð nú fyrir jólin og á sama tíma í fyrra en þá var algjör sprenging í sölu jólabóka, að því er Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, segir í samtali við Viðskiptablaðið.

Ingþór segir að bókaverslunin hafi verið mjög mikil í gær og dagurinn í dag, Þorláksmessa, sé ávallt mikill bókadagur.

“Skýringin á góðri sölu er að miklum hluta sú að íslenska bókin hefur ekki hækkað eins mikið í verði og innfluttar vörur. Þá hefur fólk sett íslenskar vörur í öndvegi nú fyrir jólin. Síðast en ekki síst bjóðum við bækur frá mörgum góðum rithöfundum í ár,“ segir Ingþór.