Sölutölur Burberry hafa verið mjög háar og sala jókst um 12% síðastliðna þrjá mánuði. Í kjölfar þess hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 5% og nema nú 14,91 pundum eða um 2900 íslenskum krónum.

Sala jókst vegna aukningar á sölu í Asíu og Ameríku. Sala var lág á sama tíma í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Indlandi og Afríku. Heildartekjur numu 370 milljónum punda, eða um 72 milljörðum íslenskra króna, sem er 9% aukning.

Þrátt fyrir góða sölu hefur fyrirtækið áhyggjur af því að styrkleiki pundsins munu hafa áhrif á sölu. Ef að gengi pundsins heldur áfram að vera svona hátt mun heildarsala í pundum lækka.