Woolworths verslunarkeðjan tilkynnti í dag frekari lækkun í smásölu og að fyrirtækið vænti þess að ástandið á smásölumarkaði muni ekki batna á næstunni.

Í tilkynningu Woolworths, sem birt var fyrir árlegan hluthafafund, segir að sala það sem af er árinu hafi minnkað um 0,4% og ef nýjar búðaropnanir eru ekki teknar með í reikningnum hefur salan dregist saman um 6,7%.

Fyrirtækið segir að samdráttinn megi rekja til versnandi sölu afþreyingarvarnings, svo sem geisladiska og mynddiska, og einnig aukinnar samkeppni. Þó hefur útivistarvarningur skilað fyrirtækinu nokkrum hagnaði sem af er árinu og einnig var sala um páskana mjög góð.

Framkvæmdarstjóri Woolworths, Trevor Bish-Jones, segir að þátttaka Englands í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu muni einnig koma Woolworths illa, en á meðan keppninni stendur munu færri viðskiptavinir koma til með að versla hjá Woolworths.

Bish-Jones sagðist ekki hafa minnstu áhyggjur af því að Baugur Group hafi fest kaup á 10% hlut í fyrirtækinu, segir í frétt Dow Jones.

Bish-Jones segir að Woolworths muni koma fram við Baug á sama hátt og aðra fjárfesta, þeir eigi sinn hlut í fyrirtækinu og að Woolworth séu afar sáttir með það.