Sala á DSLR-myndavélum, það er vélum með svokölluðu speglahúsi, hefur dregist saman um 18,5% á heimsvísu það sem af er ári. Þetta er í samræmi við sölu á stærri myndavélum almennt sem hefur dregist saman um 43,5%.

Í netmiðlinum The Visual Science Lab er velt fram tveimur hugsanlegum ástæðum fyrir þessari þróun. Í fyrsta lagi er talið hugsanlegt að þetta megi skrifa á aukna útbreiðslu handhægra og lítilla myndavéla og farsíma með myndavélum. Nefnd eru sérstaklega öll smáforritin sem farsímaeigendur geta notað til að breyta og laga myndir til áður en þær senda þær áfram. Slíkt er öllu erfiðara í stærri myndavélum.

Þá segir ennfremur að önnur hugsanlega ástæða þess að sala á dýrum myndavélum hefur dregist saman þá að margir þeirra sem keyptu græjurnar hafi verið áhugaljósmyndarar sem hafi einfaldlega gefist upp fyrir ofjörlum í röðum fagfólks.