*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Erlent 11. apríl 2013 12:09

Sala á einkatölvum hrynur

Kreppan og uppgangur spjaldtölva og snjallsíma hafa sett skarð í sölu á einkatölvum.

Ritstjórn

Sala á einkatölvum dróst saman um 14% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum markaðsrannsóknarfyrirtækisins IDC. Tölvusala hefur ekki verið jafn lítil frá því mælingar hófust fyrir 19 árum eða árið 1994. Til samanburðar benda tölur Gartner til að samdrátturinn hafi numið 11,2% á milli ára. 

Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur upp úr skýrslu IDC segir aukna sölu á spjaldtölvum og snjallsímum skýra samdráttinn auk þess sem fjárkreppan hafi valdið því að færri fyrirtæki endurnýjuðu tölvubúnað sinn. Þá segir IDC að nýtt stýrikerfi frá Microsoft, Windows 8, ekki náð að halda uppi sölu á einkatölvum. 

Stikkorð: Windows 8 Tölvur IDC