Sala á plötum bandaríska tónlistarmannsins Lou Reed og hljómsveitarinnar Velvet Underground hefur aukist mikið. Reed lést í gær 71 árs að aldri. Hann gaf út 22 breiðskífur, 12 tónleikaplötur og 44 smáskífur. Þá eru ótaldar plötur sem hann gerði með öðrum.

Þekktustu plötur Lou Reed gerði hann með hljómsveitinni Velvet Underground. Á meðal þeirra þekktustu er Velvet Underground & Nico frá árinu 1967. Þekktasta sólóplata hans er Transformer frá árinu 1972 en á henni er lagið A Perfect Day, sem er meðal hans þekktustu laga.

Samkvæmt sölulista bandarísku netverslunarinnar Amazon hefur sala á plötunni Transformers aukist um 84% eftir að greint var frá andláti Reed. Á sama tíma hefur sala á plötunni The Blue Mask frá árinu 1982 aukist um  74%. Sala hefur sömuleiðis aukist á fleiri plötum tengdum Lou Reed.

Platan The Velvet Underground & Nico situr nú í 9. sæti metsölulista Amazon en Transformer í 11. sæti.

Hér má sjá Lou Reed á tónleikum í New York árið 1983