*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 10. október 2016 18:00

Sala fram úr væntingum

Louis Vuitton Moet Hennessy, seldi fyrir 9,14 milljarða evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Salan fór fram úr væntingum greinenda.

Ritstjórn
Bernard Arnault forstjóri og stjórnarformaður LVHM

Munaðarvöru samsteypan LVMH, seldi fyrir rúmlega 9,14 milljarða evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Greinendur höfðu spáð fyrir um 8,92 milljarða evra sölu, en eins og tölurnar gefa til kynna fór hún fram úr væntingum greinenda.

Fyrirtækið sá til að mynda mikinn vöxt í sölu á tísku- og leðurvarningi. Salan hefur verið nokkuð róleg í Evrópu, en mestur vöxtur hefur verið í sölu á asíumörkuðum.

Vörumerkið sem skilaði félaginu mestum vexti, var Fendi. Auk þess hefur Louis Vuitton náð að vaxa vel á árinu. Fyrirtækið hefur verið að kanna vaxtatækifæri á sviði ilmvatna og annara snyrtiafurða. Auk þess keypti samsteypan nýlega þýska töskuframleiðandann Rimowa á 640 milljónir evra.

Stikkorð: LVMH Aukning Sala