Sölutölur hjá verslunarkeðjunni John Lewis sýna að sala dróst saman um 9,7% í síðustu viku. Ástæðan er sögð vera samdráttur í neyslu og leiðinlegt veður.

Talsmaður verslunarkeðjunnar segir ástandið í efnahagsmálum vera erfitt en vonast til að ný auglýsingaherferð fyrirtækisins muni hleypa lífi í innkaup fólks á ný.

Sala á handtöskum, kertum og jólavörum hefur gengið ágætlega auk þess sem sala á tölvuleikjum og DVD myndum er mjög góð. Sala á víni hefur einnig aukist um 0.6%.