Sala H&M á Íslandi nam 126 milljónum sænskra króna, jafnvirði 1,8 milljarða íslenskra króna frá tímabilið desember til maí síðastliðnum. Um er að ræða 36% hækkun í sölu í íslenskum krónum frá sama tímabili fyrir ári en til samanburðar jókst heildarsala H&M samstæðunnar um 12% milli sömu tímabila, að því er kemur fram í árshlutareikningi félagsins.

Á öðrum ársfjórðungi rekstrarárs H&M, frá mars til maí, nam salan hérlendis tæplega 900 milljónum króna og jókst um 63% milli ára.

Hagnaður H&M samstæðunnar fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 52 milljörðum króna en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir að afkoman yrði nær 49,5 milljörðum króna. Um er að ræða mikinn viðsnúning frá 94 milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar meirihluti verslana H&M lokuðu tímabundið vegna faraldursins

„Þriðji fjórðungur hefur byrjað vel og við erum næstum því búin að ná því stigi sem við vorum á fyrir faraldurinn,“ sagði Helena Helmersson, forstjóra H&M, við uppgjörið. H&M er í meirihluta eigu Persson fjölskyldunnar sem stofnað fyrirtækið árið 1947.