Sænska tískuvöruverslunin Hennes & Mauritz, sú næststærsta í Evrópu, greindi frá því í gær að sala í verslunum félagsins hefði aukist um 15% í októbermánuði, frá því á sama tíma fyrir ári. H&M sagði að aukningin væri einkum tilkomin vegna fjölgunar verslana á tímabilinu. Sala í þeim verslunum sem einnig voru starfandi fyrir ári síðan jókst hins vegar um 3% á milli ára. Gengi bréfa í H&M hækkaði um ríflega 1% í kjölfar tilkynningar félagsins.

Heimild: Viðskiptablaðið.