*

föstudagur, 10. júlí 2020
Erlent 29. júní 2018 12:21

Sala H&M undir væntingum

Sænska fataverslunarkeðjan H&M situr uppi með óseld föt á heimsvísu sem metin eru á 4 milljarða dollara.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

Sænska fataverslunarkeðjan H&M situr uppi með óseld föt á heimsvísu sem metin eru á 4 milljarða dollara. Það er 13% aukning frá síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sú að sala fyrirtækisins á fatnaði var ekki eins mikil og gert hafði verið ráð fyrir. 

Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 28% á fyrsta ársfjórðungi 2018. 

H&M hefur gefið það út að þessi óseldu föt verði gefin til góðgerðamála eða endurunnin, ef ekki tekst að selja þau. 

Þetta er þó ekki eina vandamál sem fyrirtækið stendur frammi fyrir, en sérfræðingar telja að fyrirtækið hafi verið of seint að leggja áherslu á sölu á vörum sínum í gegnum netverslun og því sé fyrirtækið að elta aðra aðila á markaði sem voru fyrri til að bregðast við breyttri kauphegðun neytenda.

Stikkorð: H&M