Sala á hrossum var minni en gert hafði verið ráð fyrir eftir Landsmótið í Reykjavík og sitja bændur nú uppi með fjölda óseldra taminna hrossa. Þetta segir knapinn og hrossabóndinn Sigurbjörn Bárðarson.

Sigurbjörn sagði í samtali við RÚV í morgun, marga hafa beðið eftir landsmótinu í tvö til þrjú ár. Haldin hafi verið sölusýning á Landsmótinu og áhugi á hestasölunni mikill. Eftirfylgni hafi hins vegar skort og lítið um hrossakaup.

„Staðan er alvarleg, greinin á undir högg að sækja. Við verðum að skera niður hross, þau eru of mörg,“ sagði Sigurbjörn. Hann á sjálfur á annað hundrað hross og þarf að fækka þeim eins og aðrir.

Nánar má lesa um málið á fréttasíðu Hestablaðsins Hestar og menn .