Íbúðasala í Bandaríkjunum jókst óvænt í apríl og hefur ekki verið meiri í sex mánuði. Er þá um að ræða íbúðir sem ekki eru nýjar, en húsnæði sem fór undir hamarinn flæddi inn á markaðinn og olli lækkun húsnæðisverðs, samkvæmt frétt Reuters.

„Þeir sem leitast við að kaupa húsnæði á kostakjörum hafa gert vart við sig á markaðnum svo um munar, sérstaklega á svæðum þar sem húsnæðisverð hefur lækkað um tveggja stafa tölu,“ sagði aðalhagfræðingur félags fasteignasala í Bandaríkjunum (National Association of Realtors). Sala húsnæðis í apríl jókst um 6,3% milli mánaða en var þrátt fyrir það 13,1% minni en á sama tíma og í fyrra.

Sérfræðingar sem Reuters ræddi við áður en þessar tölur voru birtar bjuggust aðð meðaltali við 0,5% minni sölu en í mars.