Kortasala Borgarleikhússins er nú rúmlega 25% meiri en á sama tíma en í fyrra, sem var þá metár. Er það langt umfram áætlanir og markmið, segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Sala áskriftarkorta hófst fyrir tíu dögum síðan.

Í fyrra voru kortagestir yfir 11.000 sem er það mesta í sögu íslensks leikhúss. Þá hafði kortasala rúmlega tuttugufaldast á tveimur árum.

Viðskiptablaðið fjallaði um sölu leikhúskorta í Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið í síðasta tölublaði. Þá sagði Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Borgarleikhússins, að algjör sprenging hafi orðið. Aðspurð á hvaða sýningar ásóknin er mest segir Guðrún mikið pantað á sýningarnar Kirsuberjagarðurinn, Fanney og Alexander og Eldhaf. „Ég er alveg í skýjunum með hvað þetta hefur farið vel á stað. Það eru mjög margir að kaupa tvöfaldan skammta af áskriftarkortum því þeir geta ekki valið á milli. Það verða ansi margir aðilar oft hérna hjá okkur í vetur,“ segir Guðrún. Verðið á áskriftarkortunum hækkaði um 1.000 krónur frá fyrra ári en Guðrún segir ásóknina ekki minni. „Verkin virðast standa það vel fyrir sínu að fólk er ekki að láta þetta trufla sig.