Notkun viðskiptavina Origo á svokölluðum snjallboxum hefur tvöfaldast á síðustu dögum, samhliða samkomubanni og leiðbeiningum um fjarlægð milli fólks vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid 19 um heimsbyggðina.

Sævar Ólafsson liðsstjóri í stafrænni sölu og þróun segir að hálfgerð sprenging hafi orðið í notkun á boxunum á síðustu dögum. Margir viðskiptavinir kjósi frekar að panta vöruna yfir netið og sækja hana í snjallboxið í stað þess að mæta á vörulager.

„Þessi þjónusta er í miklum vexti, en megin kosturinn við boxin er að fólk getur sótt vörunar þegar því hentar og þarf ekki að bíða í röð. Það þarf aðeins strikamerki sem það skannar til að opna sitt hólf. Engin snertiskjár og hólfið opnast sjálfkrafa. Vitanlega eru enn ýmsir sem koma í verslunina Origo til að kaupa vörur og fá ráðgjöf eða sækja búnaðinn á vörulagerinn en ljóst að þessi möguleiki er málið í dag,“ segir Sævar.

Hann segir að Origo hafi yfir að ráða fleiri tegundir af boxum, svo sem fyrir eignaumsýslu.

„Slík box er hægt að nota til að geyma tæki, fá yfirsýn yfir hvaða tæki eru í notkun og hversu lengi, hvað tæki eru ekki í notkun, hvort þau séu biluð eða í hleðslu.“